Flokkurinn marinn og móður

Íris Róbertsdóttir
Íris Róbertsdóttir

Íris Róbertsdóttir, grunnskólakennari í Vestmannaeyjum,  gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Í yfirlýsingu Írisar segir að margir málsmetandi einstaklingar í Sjálfstæðisflokknum, bæði foringjar og fótgönguliðar, hafi lýst þeirri skoðun að það sé nauðsynlegt fyrir flokkinn að mikil endurnýjun eigi sér stað á framboðslistum hans til Alþingiskosninganna 25. apríl næstkomandi. Það sé ekki vegna þess að núverandi þingmenn hafi endilega staðið sig illa heldur sé flokkurinn marinn og móður eftir hremmingarnar í þjóðfélaginu síðustu misseri.

Við þær aðstæður sé nauðsynlegt að ákveðin endurnýjun verði í framvarðasveit flokksins og hann blási til nýrrar sóknar, ferskur og framsækinn,  í kosningum í vor.

„Þessum sjónarmiðum er ég sammála. Þess vegna gef ég kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem ákveðið hefur verið laugardaginn 14. mars næstkomandi,“ segir Írís í yfirlýsingu sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka