Flokkurinn marinn og móður

Íris Róbertsdóttir
Íris Róbertsdóttir

Íris Ró­berts­dótt­ir, grunn­skóla­kenn­ari í Vest­manna­eyj­um,  gef­ur kost á sér í 4. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi.

Í yf­ir­lýs­ingu Íris­ar seg­ir að marg­ir máls­met­andi ein­stak­ling­ar í Sjálf­stæðis­flokkn­um, bæði for­ingj­ar og fót­gönguliðar, hafi lýst þeirri skoðun að það sé nauðsyn­legt fyr­ir flokk­inn að mik­il end­ur­nýj­un eigi sér stað á fram­boðslist­um hans til Alþing­is­kosn­ing­anna 25. apríl næst­kom­andi. Það sé ekki vegna þess að nú­ver­andi þing­menn hafi endi­lega staðið sig illa held­ur sé flokk­ur­inn mar­inn og móður eft­ir hremm­ing­arn­ar í þjóðfé­lag­inu síðustu miss­eri.

Við þær aðstæður sé nauðsyn­legt að ákveðin end­ur­nýj­un verði í fram­varðasveit flokks­ins og hann blási til nýrr­ar sókn­ar, fersk­ur og fram­sæk­inn,  í kosn­ing­um í vor.

„Þess­um sjón­ar­miðum er ég sam­mála. Þess vegna gef ég kost á mér í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins sem ákveðið hef­ur verið laug­ar­dag­inn 14. mars næst­kom­andi,“ seg­ir Írís í yf­ir­lýs­ingu sinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert