Ólína Þorvarðardóttir gefur kost á sér í annað af tveimur efstu sætunum á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Ólína tilkynnti þetta á bloggsvæði sínu á miðnætti í nótt. Ólína segir marga hafa haft samband við sig varðandi mögulegt framboð, en hlutirnir hafi farið að gerast um síðustu helgi.
„Ég er kona á besta aldri - nægilega lífsreynd til þess að þora að standa í báða fætur. Svolítið sorfin af sjávargangi lífsins en bjartsýn og drífandi. Verði mér treyst til þess að taka sæti á löggjafasamkundunni mun ég leggja mig alla fram í þágu þeirra mála sem ég tel horfa til framfara.
Mér er tamt að nota brjóstvitið ekki síður en hugvitið og hlýða eigin samvisku. Ég hyggst halda því áfram,“ skrifar Ólína m.a. á blogginu.
Bloggsíða Ólínu Þorvarðardóttur