Benedikt gefur kost á sér til forystu

Benedikt Sigurðarson
Benedikt Sigurðarson mbl.is

Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri á Akureyri gefur kost á sér til forystu á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi og sækist eftir einu af efstu sætunum. „Ég teldi mjög vænlegt til árangurs að fá að deila öðru af tveimur forystusætunum með öflugri konu sem valin væri til þess,“ segir Benedikt m.a. í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér. „Mér finnst afar mikilvægt að við göngum jákvæð til framtíðar og sýnum kjark um leið og við biðjum kjósendur afsökunar á þeim mistökum, sem flokkur okkar átti þátt í meðan stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn stóð yfir,“  segir Benedikt ennfremur. Hann telur að virkni hins almenna kjósanda í umræðunni síðustu mánuðina beri að túlka sem ákall eftir lýðræðisumbótum og að vaxandi þungi virðist vera í kröfunni um að stjórnmálamenn axli ábyrgð. Samfylkingin sé lýðræðislegur jafnaðarmannaflokkur og eigi ótvírætt að vera í fararbroddi siðbótar íslenskra stjórnmála  Því sé opið prófkjör hjá Samfylkingunni í NA kjördæmi sjálfsögð tilraun til að bjóða áhugafólki um félagshyggju og samfélagslegt réttlæti að taka þátt í endurnýjun forystusveitar flokksins í kjördæminu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert