Í Sjálfstæðisflokkinn á ný

Jón Magnússon.
Jón Magnússon.

„Ég lít þannig á að það standi fyr­ir dyr­um veru­leg­ar breyt­ing­ar í flokkn­um og vil gjarn­an taka þátt í þeim,“ seg­ir Jón Magnús­son þingmaður, sem í gær til­kynnti að hann hefði gengið í Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Átján ár eru síðan Jón sagði sig úr flokkn­um eft­ir ára­tuga starf inn­an hans. Fyr­ir sex árum gekk hann svo til liðs við Nýtt afl og leiddi þann flokk. Nýtt afl sam­einaðist svo Frjáls­lynda flokkn­um haustið 2006. Jón sagði sig ný­verið úr Frjáls­lynda flokkn­um.

Jón seg­ir aðspurður að á sig sé skorað að bjóða sig fram í próf­kjör­um fyr­ir kosn­ing­arn­ar í vor. Hann muni taka ákvörðun þar um eft­ir fund með stuðnings­mönn­um sín­um í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert