Ingunn Snædal býður sig fram í 4.-5. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi sem fram fer 28. febrúar nk.
Ingunn er ljóðskáld og grunnskólakennari við Brúarásskóla í Jökulsárhlíð á Fljótsdalshéraði. Hún hefur reynslu af margvíslegum störfum, m.a. sveitastörfum, fiskvinnslu, prófarkalestri og þýðingum, auk þess að hafa sinnt ýmsum þjónustu- og umönnunarstörfum.
Ingunn er með B.ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands og er komin vel á veg með meistaranám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. Hún hefur setið í stjórn Bandalags íslenskra sérskólanema, starfað með leikfélögum og sett upp leiksýningar í þeim grunnskólum sem hún hefur starfað við góðar undirtektir.
Ingunn er gift Eydísi Hermannsdóttur og á eina níu ára dóttur.