Ragnheiður ætlar ekki í framboð

Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ragnheiður Hergeirsdóttir Magnús Hlynur

Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri í Árborg, ætlar ekki að gefa kost á sér í framboð til Alþingis. Hún ætlar þess í stað að „starfa ótrauð áfram að þeim verkefnum sem framundan eru hjá Sveitarfélaginu Árborg,“ eins og segir í Ragnheiðar. Yfirlýsingin fer hér á eftir:

„Undanfarnar vikur hafa margir komið að máli við mig og hvatt mig eindregið til að gefa kost á mér til framboðs fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi við
Alþingiskosningarnar í vor.  Ég er afar þakklát fyrir það mikla traust sem
mér er sýnt með þessu og það snertir mig djúpt hversu vel fólk hefur
fylgst með störfum mínum á vettvangi sveitarstjórnamála síðustu misseri.

Við þær aðstæður sem nú eru í þjóðfélaginu og þeim áhrifum sem þær hafa haft
á heimilin og atvinnulífið er mikilvægt að allir leggist á eitt til að íslenskt samfélag nái að yfirstíga þá erfiðleika sem við nú glímum við. Í því verkefni eru störf sveitarstjórnafólks afskaplega mikilvæg því þar liggja undirstöður grunnþjónustunnar.

Í störfum mínum sem bæjarstjóri í Árborg  hef ég  lagt á það áherslu að skapa festu og öryggi í þjónustu sveitarfélagsins samhliða því að veitt sé sveigjanleg þjónusta í samræmi við þörfina á hverjum tíma. Það er mikilvægt nú sem aldrei fyrr að leitað sé nýrra leiða og málin séu skoðuð frá öllum mögulegum sjónarhornum til þess að bregðast við aðstæðunum. Jafnframt er mikilvægt að stöðugleiki ríki við stjórnun sveitarfélaga.

Í því ljósi hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér á framboðslista Samfylkingarinnar fyrir Alþingiskosningarnar nú í vor en starfa ótrauð áfram að þeim verkefnum sem framundan eru hjá Sveitarfélaginu Árborg.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka