Ragnheiður ætlar ekki í framboð

Ragnheiður Hergeirsdóttir
Ragnheiður Hergeirsdóttir Magnús Hlynur

Ragn­heiður Her­geirs­dótt­ir, bæj­ar­stjóri í Árborg, ætl­ar ekki að gefa kost á sér í fram­boð til Alþing­is. Hún ætl­ar þess í stað að „starfa ótrauð áfram að þeim verk­efn­um sem framund­an eru hjá Sveit­ar­fé­lag­inu Árborg,“ eins og seg­ir í Ragn­heiðar. Yf­ir­lýs­ing­in fer hér á eft­ir:

„Und­an­farn­ar vik­ur hafa marg­ir komið að máli við mig og hvatt mig ein­dregið til að gefa kost á mér til fram­boðs fyr­ir Sam­fylk­ing­una í Suður­kjör­dæmi við
Alþing­is­kosn­ing­arn­ar í vor.  Ég er afar þakk­lát fyr­ir það mikla traust sem
mér er sýnt með þessu og það snert­ir mig djúpt hversu vel fólk hef­ur
fylgst með störf­um mín­um á vett­vangi sveit­ar­stjórna­mála síðustu miss­eri.

Við þær aðstæður sem nú eru í þjóðfé­lag­inu og þeim áhrif­um sem þær hafa haft
á heim­il­in og at­vinnu­lífið er mik­il­vægt að all­ir legg­ist á eitt til að ís­lenskt sam­fé­lag nái að yf­ir­stíga þá erfiðleika sem við nú glím­um við. Í því verk­efni eru störf sveit­ar­stjórna­fólks af­skap­lega mik­il­væg því þar liggja und­ir­stöður grunnþjón­ust­unn­ar.

Í störf­um mín­um sem bæj­ar­stjóri í Árborg  hef ég  lagt á það áherslu að skapa festu og ör­yggi í þjón­ustu sveit­ar­fé­lags­ins sam­hliða því að veitt sé sveigj­an­leg þjón­usta í sam­ræmi við þörf­ina á hverj­um tíma. Það er mik­il­vægt nú sem aldrei fyrr að leitað sé nýrra leiða og mál­in séu skoðuð frá öll­um mögu­leg­um sjón­ar­horn­um til þess að bregðast við aðstæðunum. Jafn­framt er mik­il­vægt að stöðug­leiki ríki við stjórn­un sveit­ar­fé­laga.

Í því ljósi hef ég ákveðið að gefa ekki kost á mér á fram­boðslista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar fyr­ir Alþing­is­kosn­ing­arn­ar nú í vor en starfa ótrauð áfram að þeim verk­efn­um sem framund­an eru hjá Sveit­ar­fé­lag­inu Árborg.“


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert