Ragnheiður stefnir á 1. sætið í Suðurkjördæmi

Ragnheiður Elín Árnadóttir
Ragnheiður Elín Árnadóttir mbl.is

Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður, hef­ur ákveðið að gefa kost á sér til for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi en próf­kjör  fer fram hjá flokk­un­um þann 14. mars. Ragn­heiður Elín er þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi nú.

„Und­an­farn­ar vik­ur hef­ur verið kallað eft­ir breyt­ing­um og end­ur­nýj­un í for­ystu­sveit flokks­ins í kjör­dæm­inu. Mik­il­vægt er að nýta þann kraft sem á að end­ur­spegl­ast í opn­um og lýðræðis­leg­um próf­kjör­um og for­senda þess er að sjálf­stæðis­menn um allt land hafi val um fram­bjóðend­ur. Ég hef verið hvött til þess að færa mig um set og bjóða mig fram til að leiða lista flokks­ins í Suður­kjör­dæmi og hef fundið fyr­ir mikl­um stuðningi góðs fólks alls staðar að úr kjör­dæm­inu. Ég hef ákveðið að taka þeirri áskor­un.

Ég er bor­in og barn­fædd­ur Kefl­vík­ing­ur og bjó þar í for­eldra­hús­um fram yfir há­skóla­nám. Ég  á þar fjöl­skyldu og vini og þekki því vel til þeirra mála sem skipta miklu máli í kjör­dæm­inu. Ég hef mik­inn áhuga á að vinna að þeim mál­um af heil­um huga og því er þátt­taka í stjórn­mál­um í Suður­kjör­dæmi  mik­il og spenn­andi áskor­un. Um leið er hún tæki­færi fyr­ir mig til að snúa aft­ur á heima­slóðir. Ég hlakka til að vinna með sjálf­stæðismönn­um í Suður­kjör­dæmi að þeim fjöl­mörgu brýnu mál­um sem framund­an eru og til­heyra þeirri liðsheild sem mun mynda nýja for­ystu­sveit í kjör­dæm­inu," að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Nán­ar um Ragn­heiði El­ínu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert