Vill vera áfram í forystusveit VG

Kolbrún Halldórsdóttir.
Kolbrún Halldórsdóttir. mbl.is/Þorkell

Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra, hef­ur ákveðið að kost á sér í for­vali Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs í Reykja­vík 7. mars næst­kom­andi. Kol­brún til­tek­ur ekki ákveðið sæti á fram­boðslista held­ur sæk­ist eft­ir að skipa áfram for­ystu­sveit VG.

„Ég er til­bú­in að vera áfram í for­ystu­sveit flokks­ins og starfa að þeim mál­efn­um sem flokk­ur­inn stend­ur fyr­ir, vernd nátt­úru og um­hverf­is, kven­frelsi, jöfnuð og samá­byrgð. Ég lít svo á að það sé fé­laga minna í flokkn­um að raða í sæti í for­val­inu og til­tek því ekki ákveðið sæti held­ur óska ein­ung­is eft­ir áfram­hald­andi umboði til að skipa for­ystu­sveit flokks­ins til næstu fjög­urra ára,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Kol­brún­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert