Atli stefnir á 1. sæti

Atli Gíslason.
Atli Gíslason.

Atli Gísla­son, þingmaður Vinstri grænna, hef­ur greint kjör­nefnd flokks­ins í Suður­kjör­dæmi frá því að hann hafi ákveðið að taka þátt í for­vali og stefni á að skipa 1. sæti fram­boðslist­ans.

Fram­boðsfrest­ur renn­ur út  kl 17 í dag. Kosið verður póst­kosn­ingu og skulu at­kvæðaseðlar hafa verið póstlagðir eigi seinna  en miðviku­dag 25. fe­brú­ar. All­ir fé­lag­ar fá send kjör­gögn ásamt upp­lýs­ing­um um fram­bjóðend­ur. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka