Gunnar ekki „í klíkunni“

Gunnar Svavarsson
Gunnar Svavarsson

Ákvörðun Gunn­ars Svavars­son­ar, for­ystuþing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Krag­an­um, um að hætta þing­mennsku þegar þingi lýk­ur í vor kom mörg­um sam­fylk­ing­ar­mönn­um í opna skjöldu, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins. Þing­menn flokks­ins sem Morg­un­blaðið ræddi við höfðu þó aðra sögu að segja. Flest­ir viðmæl­enda voru sam­mála um að Gunn­ar hefði liðið fyr­ir það „að vera ekki í klík­unni“ hjá for­manni flokks­ins, Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur.

Frá því Gunn­ar sigraði Þór­unni Svein­bjarn­ar­dótt­ur í próf­kjöri flokks­ins fyr­ir kosn­ing­arn­ar 2007 hef­ur staða hans gagn­vart Ingi­björgu Sól­rúnu, og henn­ar helstu banda­mönn­um, ekki verið „sér­lega góð“. Marg­ir töldu nær ör­uggt að Gunn­ar yrði ráðherra í rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar en allt kom fyr­ir ekki. Þór­unn varð um­hverf­is­ráðherra en Gunn­ar ekki.

Marg­ir viðmæl­enda Morg­un­blaðsins, bæði inn­an þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og meðal al­mennra flokks­manna, telja það geta verið flokkn­um dýrt ef stuðnings­menn Gunn­ars fylkja sér ekki að baki for­ystu­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Krag­an­um. Í Hafnar­f­irði, heima­bæ Gunn­ars sem er jafn­framt eitt helst vígi flokks­ins, er nú tölu­verður þrýst­ing­ur á æðstu menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Hafnar­f­irði að bjóða sig fram gegn Þór­unni.

Helst eru nefnd­ir Lúðvík Geirs­son bæj­ar­stjóri og Gunn­ar Axel Ax­els­son, formaður flokks­ins í bæn­um, í því sam­hengi. Marg­ir bjugg­ust við því að Gunn­ar yrði ráðherra í rík­is­stjórn Vinstri grænna og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar eft­ir „vask­lega fram­göngu“ hans sem formaður fjár­laga­nefnd­ar, eins og einn viðmæl­enda komst að orði. En úr því varð ekki. Aft­ur voru aðrir tekn­ir fram fyr­ir þrátt fyr­ir víðtæk­an stuðning og að margra mati „þver­póli­tískt traust“ eft­ir vanda­sama vinnu við fjár­laga­gerð á haust­mánuðum. Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem Morg­un­blaðið ræddi við sögðu mikla eft­ir­sjá að Gunn­ari. Hann hefði verið dug­leg­ur og ósér­hlíf­inn ekki síst við að afla upp­lýs­inga um stöðu mála í at­vinnu­líf­inu eft­ir banka­hrunið í haust.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert