Illugi nýtur mests stuðnings í 1. sæti í Reykjavík

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur mests stuðnings til þess að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík í komandi alþingiskosningum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Capacent Gallup, sem Morgunblaðið hefur undir höndum.

Morgunblaðið hefur upplýsingar um að Illugi hafi þegar tekið ákvörðun um að sækjast eftir fyrsta sætinu í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var skoðanakönnunin framkvæmd að beiðni stuðningsmanna Illuga og var um blandaða net- og símakönnun að ræða sem Capacent Gallup gerði og náði samtals til 1.130 Reykvíkinga á kosningaaldri.

Illugi Gunnarsson nýtur stuðnings 20,8% til 30% Reykvíkinga til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík og Guðlaugur Þór Þórðarson á bilinu 5,2% til 10,2% stuðnings.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert