Þrír frambjóðendur falast eftir fyrsta sætinu á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.
Það eru 13 sem bjóða sig fram í póstkosningu félagsmanna við val í 6 efstu sætin á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninganna 25. apríl 2009. Frestur til að skila inn framboðum, rann út í gær, 20. febrúar.
Í hópnum eru 7 konur og 6 karlar og er yngsti frambjóðandinn 18 ára en sá elsti er 65 ára.
Eftirtaldir gefa kost á sér:
1. sæti: Eygló Þóra Harðardóttir, alþingismaður
Sigurður Ingi Jóhannsson, dýralæknir
1. – 2. sæti: Birgir Þórarinsson, sérfr. í alþj.samskiptum
Kristinn Rúnar Hartmannsson, myndlistamaður
1. – 3. sæti: Eysteinn Jónsson, bæjarfulltrúi
2. sæti: Bryndís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur og form. SUF
3. – 6. sæti: Inga Þyri Kjartansdóttir, verkefnastjóri
4. sæti: Guðni Ragnarsson, bóndi
5. – 6. sæti: Einar Freyr Elínarson, nemi
Ásthildur Ýr Gísladóttir, nemi og vaktstjóri
Bergrún Björnsdóttir, nemi
6. sæti: Hansína Ásta Björgvinsdóttir, kennari
Ingibjörg Júlía Þorbergsdóttir, viðskiptafræðingur
Kosið verður í póstkosningu allra flokksmanna í kjördæminu. Kjörfundur hefst 24. febrúar og honum lýkur 4. mars. Framboðslistinn í heild verður svo lagður fyrir aukakjördæmisþing 8. mars n.k. á Hótel Selfossi.