Þrjú vilja fyrsta sætið

Eygló Harðardóttir, alþingismaður, sem er fremst á myndinni, er ein …
Eygló Harðardóttir, alþingismaður, sem er fremst á myndinni, er ein þriggja sem falast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi. mbl.is/Kristinn

Þrír fram­bjóðend­ur fal­ast eft­ir fyrsta sæt­inu á fram­boðslista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi.

Það eru 13 sem bjóða sig fram í póst­kosn­ingu fé­lags­manna við val í 6 efstu sæt­in á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi vegna alþing­is­kosn­ing­anna 25. apríl 2009. Frest­ur til að skila inn fram­boðum, rann út í gær, 20. fe­brú­ar.



Í hópn­um eru 7 kon­ur og 6 karl­ar og er yngsti fram­bjóðand­inn 18 ára en sá elsti er 65 ára.
 
Eft­ir­tald­ir gefa kost á sér:
 
1. sæti:            Eygló Þóra Harðardótt­ir, alþing­ismaður
                        Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, dýra­lækn­ir
1. – 2. sæti:     Birg­ir Þór­ar­ins­son, sér­fr. í alþj.sam­skipt­um
                        Krist­inn Rún­ar Hart­manns­son, mynd­listamaður
1. – 3. sæti:     Ey­steinn Jóns­son, bæj­ar­full­trúi
2. sæti:            Bryn­dís Gunn­laugs­dótt­ir, lög­fræðing­ur og form. SUF
3. – 6. sæti:     Inga Þyri Kjart­ans­dótt­ir, verk­efna­stjóri
4. sæti:            Guðni Ragn­ars­son, bóndi
5. – 6. sæti:     Ein­ar Freyr El­ín­ar­son, nemi
                        Ásthild­ur Ýr Gísla­dótt­ir, nemi og vakt­stjóri
                        Bergrún Björns­dótt­ir, nemi
6. sæti:            Hans­ína Ásta Björg­vins­dótt­ir, kenn­ari
                        Ingi­björg Júlía Þor­bergs­dótt­ir, viðskipta­fræðing­ur
 
 
Kosið verður í póst­kosn­ingu allra flokks­manna í kjör­dæm­inu. Kjör­fund­ur hefst 24. fe­brú­ar og hon­um lýk­ur 4. mars. Fram­boðslist­inn í heild verður svo lagður fyr­ir auka­kjör­dæm­isþing 8. mars n.k. á Hót­el Sel­fossi.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert