Guðlaugur Þór: Ekki erfiðasta prófkjörið

Guðlaugur Þór Þórðarson og Björn Bjarnason.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Björn Bjarnason. mbl.is/Brynjar Gauti

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, fyrr­ver­andi heil­brigðisráðherra, seg­ir próf­kjörið sem Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, vís­ar til á heimasíðu sinni í dag, ekki það erfiðasta sem hann hafi tekið þátt í. Guðlaug­ur seg­ir jafn­framt að hann hafi alltaf lagt mikið á sig í póli­tísku starfi. Guðlaug­ur Þór svar­ar flokks­bróður sín­um Birni á heimasíðu sinni í kvöld.

„Björn Bjarna­son seg­ir á bloggsíðu sinni að eng­in hafi lagt meira á sig til að vinna próf­kjör en und­ir­ritaður. Það er skemmst frá því að segja að ég hef alltaf lagt mjög mikið á mig í mínu póli­tíska starfi. Ég hef iðulega þurft að hafa fyr­ir hlut­un­um og ég tel það vera hollt fyr­ir alla að vinna þannig. Bæði í kosn­ing­um og einnig í þeim embætt­um sem að mér hef­ur verið treyst fyr­ir hef ég lagt mig all­ann fram. Ég lofa því að gera það áfram,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór.

Hann seg­ir jafn­framt: „Það próf­kjör sem að Björn vís­ar til er þó ekki það erfiðasta eða mest krefj­andi sem ég hef tekið þátt í.“

Björn ræddi þar um próf­kjörið fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar 2007, þegar Guðlaug­ur Þór hafði bet­ur í bar­áttu við Björn um 2. sæti list­ans í Reykja­vík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert