Guðlaugur Þór: Ekki erfiðasta prófkjörið

Guðlaugur Þór Þórðarson og Björn Bjarnason.
Guðlaugur Þór Þórðarson og Björn Bjarnason. mbl.is/Brynjar Gauti

Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, segir prófkjörið sem Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, vísar til á heimasíðu sinni í dag, ekki það erfiðasta sem hann hafi tekið þátt í. Guðlaugur segir jafnframt að hann hafi alltaf lagt mikið á sig í pólitísku starfi. Guðlaugur Þór svarar flokksbróður sínum Birni á heimasíðu sinni í kvöld.

„Björn Bjarnason segir á bloggsíðu sinni að engin hafi lagt meira á sig til að vinna prófkjör en undirritaður. Það er skemmst frá því að segja að ég hef alltaf lagt mjög mikið á mig í mínu pólitíska starfi. Ég hef iðulega þurft að hafa fyrir hlutunum og ég tel það vera hollt fyrir alla að vinna þannig. Bæði í kosningum og einnig í þeim embættum sem að mér hefur verið treyst fyrir hef ég lagt mig allann fram. Ég lofa því að gera það áfram,“ segir Guðlaugur Þór.

Hann segir jafnframt: „Það prófkjör sem að Björn vísar til er þó ekki það erfiðasta eða mest krefjandi sem ég hef tekið þátt í.“

Björn ræddi þar um prófkjörið fyrir alþingiskosningarnar 2007, þegar Guðlaugur Þór hafði betur í baráttu við Björn um 2. sæti listans í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka