Hvetja til persónukjörs strax

Sam­fylk­ing­ar­menn í Norðvest­ur­kjör­dæmi hvetja til þess að kosn­inga­lög­um verði breytt fyr­ir kosn­ing­arn­ar í vor, þannig að strax verði tekið upp per­sónu­kjör. 

„Kjör­dæm­is­ráðsfund­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi, hald­inn í Borg­ar­nesi 21. fe­brú­ar 2009, fagn­ar fram komn­um hug­mynd­um rík­is­stjórn­ar Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur um breyt­ing­ar á kosn­inga­lög­um, þess efn­is að unnt verði að taka upp per­sónu­kjör í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um,“ seg­ir í álykt­un frá því í dag.

„Kjör­dæm­is­ráðið hvet­ur til góðrar sam­stöðu á Alþingi um þetta brýna lýðræðismál og að af­greiðslu þess verði hraðað svo fram­boðin getið lagað sig að nýj­um og lýðræðis­leg­um vinnu­brögðum hið fyrsta. Kjör­dæm­is­ráðið fel­ur stjórn ráðsins að kalla ráðið sam­an til fund­ar þegar og ef þess­ar breyt­ing­ar ná fram að ganga til að ræða breytta stöðu,“ seg­ir í samþykkt kjör­dæm­is­ráðsins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert