Sækist eftir 2. sæti í Suðurkjördæmi

Kjartan Ólafsson.
Kjartan Ólafsson.

Kjartan Ólafsson þingamaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi hefur 
ákveðið að gefa kost á sér í annað sæti lista flokksins í komandi 
kosningum.

Í tilkynningu segir að eins og aðrir sem ætli sér í framboð í komandi prófkjörum  sé Kjartan byrjaður að undirbúa prófkjörs baráttuna.  Kjartan hafi verið í óðaönn að undirbúa opnun kosningaskrifstofu en hún verður að  þessu sinni í bílskúrnum hjá þingmaninnum.

Kjartan sem er formaður samtaka hægri þingmanna á Norðulöndum segist  vera hlyntur ákveðinni endurnýjun á listanum í vor. „Það er mikið af  kraftmiklu nýju fólki að bjóða sig fram og það eru spennandi tímar 
framundan hjá okkur. Ég býð mig fram vegna minnar reynslu og þekkingar 
á svæðinu ég vona að við náum að velja traust og duglegt fólk í 
prófkjörinu sem saman mun leiða listann til góðra verka," segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert