Óli Björn Kárason blaðamaður hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi vegna komandi alþingiskosninga. Hann óskar eftir stuðningi í 4. sæti.
Óli Björn hefur stundað blaðamennsku og sinnt ritstjórn á undanförnum árum. Hann var blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1984 og síðar fréttaritari blaðsins í Bandaríkjunum samhliða námi í hagfræði. Óli Björn var framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins 1990 til 1993. Árið 1994 stofnaði hann Viðskiptablaðið og ritstýrði til ársloka 1999. Hann var ritstjóri DV 2000 til 2003. Frá 2003 til ársbyrjunar 2007 var hann útgáfustjóri Viðskiptablaðsins. Óli Björn er annar ritstjóra fréttavefsins AMX og einn stofnanda hans.
Óli Björn hefur skrifað tvær bækur um íslenskt viðskiptalíf. Valdablokkir riðast árið 1999 og Stoðir FL bresta árið 2008. Hann vinnur að ritun fleiri bóka um íslenskt viðskiptalíf og stjórnmál.
Óli Björn var í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 1981 til 1985 og um tíma framkvæmdastjóri sambandsins og ritstjóri Stefnis. Hann sat í stjórn Vöku 1982-1983 og var ritstjóri Vökublaðsins. Hann var formaður Vöku 1984-1985 og sat í Stúdentaráði Háskóla