Setur Íbúðalánasjóð á hausinn

00:00
00:00

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir til­lögu Fram­sókn­ar­manna um flytja öll hús­næðislán til Íbúðalána­sjóðs og af­skrifa tutt­ugu pró­sent þeirra vekja óraun­hæf­ar vænt­ing­ar. Slíkt myndi kosta allt að fimm­hundruð millj­arða og senda Íbúðalána­sjóð lóðbeint á haus­inn. Bæði hún og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra sögðust á blaðamanna­fundi í há­deg­inu vilja beita sér­tæk­ari aðferðum til að reyna að bjarga þeim sem hefðu orðið verst úti.

Tutt­ugu pró­senta niður­fell­ing skulda er meðal þeirra til­lagna í efna­hags­mál­um sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn legg­ur fram og kynnt­ar voru á sér­stök­um blaðamanna­fundi í gær. Sjá MBL sjón­varp.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert