Taugaveikluð ríkisstjórn

00:00
00:00

Hösk­uld­ur Þór­halls­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ist ekki ætla að tefja seðlabankafrum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar ef það dregst að nefnd Evr­ópu­sam­bands­ins um breyt­ing­ar á reglu­verki um aeðlabanka skili til­lög­um sín­um. Hann seg­ir ekki ásætt­an­legt að málið tefj­ist um meira en viku vegna þessa.

Hösk­uld­ur seg­ir rík­is­stjórn­in sé orðin tauga­veikluð og Össur Skarp­héðins­son, sá orðvari og mál­efna­legi ráðherra, sé far­inn að ætl­ast til þess að menn fylgi flokkslínu en ekki sann­fær­ingu sinni.

Hösk­uld­ur seg­ir að Sam­fylk­ing­in sé að nota málið sem yf­ir­varp þar sem ekki hafi gengið sem skyldi að koma á efna­hags­um­bót­um. Það séu eng­in ómál­efna­lög rök á bak við þetta mál.  Það sé alrangt að skýrsl­an hafi enga þýðingu og seg­ist ekki hafa farið fram úr sér. Hann hafi margsagt að það þurfi að hraða því að skipta um yf­ir­stjórn í Seðlabank­an­um, það megi þó ekki vera á kostnað skyn­semi og fag­legra vinnu­bragða.

Lík­legt er að skýrsl­an verði gerð op­in­ber á morg­un og hægt verði að taka málið fyr­ir í Viðskipta­nefnd­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert