Fundur hefur verið boðaður í viðskiptanefnd Alþingis klukkan 11:45 í dag og er frumvarp um Seðlabanka Íslands á dagskrá fundarins. Reiknað er með að þar verði lögð fram skýrsla, sem unnin hefur verið á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um lagaumhverfi eftirlitsstofnana á fjármálamarkaði en birta á skýrsluna í Brussel klukkan 11.
Frumvarp er ekki á dagskrá þingfundar, sem hefst á Alþingi klukkan 13:30. Þar verða teknar fyrir skriflegar fyrirspurnir til ráðherra frá þingmönnum.