Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, hefur tilkynnt þátttöku í forkosningu um 8 sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Í tilkynningu segir, að framboðið sé sett fram án vísunar til tiltekins sætis með fyrirvara um og í trausti þess að boðað stjórnarfrumvarp um breytingar á kosningalögum, er feli í sér rétt kjósenda til persónukjörs, nái fram að ganga þannig að væntanlegir alþingismenn öðlist ótvrírætt umboð kjósenda.
Gert er ráð fyrir að rafræn netkosning, opin öllum félögum í Samfylkingunni í Reykjavík, verði haldin 14. mars og þar verði kosnir af einum lista átta frambjóðendur í efstu sætin á framboðslistunum í Við frágang listans ber uppstillingarnefnd að
líta til kvenfrelsissjónarmiða og nauðsynjar þess að fjölga konum á
þingi.