Árni Mathiesen ekki í framboð

Árni M. Mathiesen.
Árni M. Mathiesen. mbl.is/Ómar

Árni M. Mat­hiesen, alþing­ismaður og fyrr­ver­andi ráðherra, hef­ur sent kjör­dæm­is­ráði Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, að hann ætli ekki að gefa kost á sér í próf­kjöri flokks­ins í kjör­dæm­inu, sem haldið verður 14. mars.

„Á ferðum mín­um um kjör­dæmið að und­an­förnu hef­ur ber­lega komið í ljós að mik­ill vilji er til breyt­inga inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þessi afstaða er vel skilj­an­leg í ljósi þeirra erfiðleika sem þjóðin hef­ur gengið í gegn­um á síðustu mánuðum og miss­er­um. Þó ég sé all­ur af vilja gerður til þess að bregðast við þessu kalli um breyt­ing­ar má ljóst vera að því eru tak­mörk sett hvað ég get gert í þeim  efn­um af aug­ljós­um ástæðum. Ég hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í próf­kjöri flokks­ins þann 14. mars næst­kom­andi vegna kosn­ing­anna 25. apríl í vor. Það er hlut­verk leiðtoga að leiða en það er líka nauðsyn­legt fyr­ir leiðtoga að vita hvenær á að víkja," seg­ir Árni m.a. í bréf­inu. 

Fram kem­ur að á átján ára þing­ferli hafi Árni verið 1. þingmaður í þrem­ur kjör­dæm­um og ráðherra í tæp tíu ár í í ráðuneyt­um sjáv­ar­út­vegs og fjár­mála.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert