Flótti úr Frjálslynda flokknum

For­menn og vara­for­menn kjör­dæma­sam­banda Frjáls­lynda flokks­ins í Reykja­vík sögðu af sér í vik­unni og gengu úr flokkn­um. Tryggvi Agn­ars­son sagði í frétt­um Rík­is­út­varps­ins, að flokk­ur­inn væri stjórn­laus og sé að liðast í sund­ur.

Tveir þing­menn flokks­ins af fjór­um, þeir Jón Magnús­son og Krist­inn H. Gunn­ars­son, hafa sagt sig úr flokkn­um. Jón er geng­inn í Sjálf­stæðis­flokk og að sögn Útvarps­ins ætl­ar Krist­inn að bjóða sig fram í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi. Það yrði þá fjórði flokk­ur­inn, sem Krist­inn starfar með frá því hann var fyrst kjör­inn á Alþingi 1991.

Guðjón Arn­ar Kristjáns­son, formaður flokks­ins, sagði hins veg­ar að marg­ir hefðu gengið til liðs við flokk­inn að und­an­förnu. Sagðist Guðjón ekki ætla að segja af sér for­mennsku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert