Davíð í framboð?

Davíð Oddsson, fyrrverandi borgarstjóri, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og seðlabankastjóri.
Davíð Oddsson, fyrrverandi borgarstjóri, forsætisráðherra, utanríkisráðherra og seðlabankastjóri. Sverrir Vilhelmsson

Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að Davíð Odds­son íhugi nú að bjóða sig fram til þing­mennsku fyr­ir Alþing­is­kosn­ing­arn­ar í vor, í Suður­kjör­dæmi. Heim­ild­ir þess­ar herma að und­ir­skrift­um vegna hugs­an­legs fram­boðs hans hafi þegar verið safnað en að ekki sé víst hvort hann býður sig fram.

Heim­ild­ir inn­an Sjálf­stæðis­flokks­ins herma að Eyþór Arn­alds og fleiri sjálf­stæðis­menn í Suður­kjör­dæmi hafi safnað nauðsyn­leg­um und­ir­skrift­um fyr­ir Davíð nú seinni hluta vik­unn­ar og að full­nægj­andi fjöldi þeirra liggi fyr­ir. Haft var sam­band við Eyþór sem vildi lítið tjá sig um málið. Hann sagði þó gríðarleg­an áhuga fyr­ir því í kjör­dæm­inu að fá Davíð í fram­boð.

Aðspurður hvort það sé satt að und­ir­skrift­un­um hafi verið safnað fyr­ir Davíð seg­ir Eyþór: „Það voru marg­ir sem voru áhuga­sam­ir um að fá hann í fram­boð í gær. Það voru umræður um það víða um kjör­dæmið og gríðarleg­ur áhugi er á því að hann komi inn í stjórn­mál­in, maður heyr­ir það.“

„Þegar það kom fram að hann væri að fara úr Seðlabank­an­um og Árni Mat­hiesen færi ekki fram, þá varð mik­il umræða um það að hann gæfi kost á sér. Hann á mikið inni hjá þjóðinni,“ seg­ir Eyþór.

Davíð Odds­son á ræt­ur að rekja til Sel­foss, þótt hann hafi á sín­um tíma verið borg­ar­stjóri í Reykja­vík og þingmaður fyr­ir Reykja­vík, áður en hann varð Seðlabanka­stjóri.

Fram­boðsfrest­ur í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um er nú út­runn­inn en frest­ur er til klukk­an 17 í dag til að til­kynna fram­boð í Suður­kjör­dæmi hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert