Um 60% þeirra, sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 vilja að Jóhanna Sigurðardóttir leiði Samfylkinguna en innan við 20% vilja að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiði flokkinn áfram.
Fram kom í fréttum Bylgjunnar, að munurinn hefði verið meiri hjá þeim þátttakendum, sem sögðust styðja Samfylkinguna. Um 70% þeirra sögðust vilja Jóhönnu sem flokksleiðtoga, 16% vildu Ingibjörgu Sólrúnu og 13% Jón Baldvin Hannibalsson.
Hringt var í 800 manns og spurt: Hver telur þú að eigi að leiða Samfylkinguna í næstu ksoningum? Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og landshlutum. Liðlega 60% svarenda tóku afstöðu.