Íslandshreyfingin verður aðili að Samfylkingunni

Forsvarsmenn Íslandshreyfingarinnar kynna framboð hennar fyrir síðustu kosningar.
Forsvarsmenn Íslandshreyfingarinnar kynna framboð hennar fyrir síðustu kosningar. Rax

Stjórn Íslandshreyfingarinnar - lifandi lands hefur samþykkt að hreyfingin
óski eftir því að gerast aðili að Samfylkingunni sem eitt af
aðildarfélögum hennar og heiti henni fullum stuðningi í komandi
kosningum, segir í tilkynningu sem borist hefur frá stjórn hreyfingarinnar.

Skorar stjórnin á fylgismenn Íslandshreyfingarinnar að ljá þessu máli stuðning sinn og verður málið lagt fyrir aðalfund hreyfingarinnar sem fyrst.

„Íslandshreyfingin hefur frá upphafi litið á sig sem fyrsta og eina græna flokkinn sem skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri og liggur því nálægt Samfylkingunni í litrófi íslenskra stjórnmála.

Íslandshreyfingin lítur á sig sem málsvara milljóna ófæddra Íslendinga.

Í síðustu kosningum var í fyrstu góð von um að fá yfir 5% atkvæða og þrjá menn á þing en áróður um að atkvæðin féllu dauð niður ef 5% markið næðist ekki varð framboðinu til trafala. Hreyfingin gerði samt gagn í síðustu kosningum, hélt umræðu um umhverfismál gangandi og hafði áhrif .
Hún tók fylgi frá þáverandi stjórnarflokkum og stóriðjustjórnin vék, “ segir ennfremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert