Lúðvík vill leiða Samfylkinguna í SV-kjördæmi

Lúðvík Geirsson.
Lúðvík Geirsson.

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, hefur gefið kost á sér til að leiða framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Fyrr í dag barst tilkynning frá Þórunni Sveinbjarnardóttur, fyrrum umhverfisráðherra, um að hún gæfi kost á sér í 1.-2. sætisins á lista flokksins í kjördæminu. Þá barst einnig tilkynning frá Katrínu Júlíusdóttur alþingismanni, þar sem hún býður sig fram í 2. sætið á lista flokksins í prófkjörinu.

Í tilkynningu um framboðs sitt segir Lúðvík: „Við þær aðstæður sem nú eru ríkjandi í samfélaginu er brýnt að sameina krafta þjóðarinnar til endurreisnar í anda jafnaðar- og félagshyggju.  Verkefnin sem blasa við verða bæði erfið og krefjandi og því mikilvægara en nokkru sinni fyrr að það skapist fullt traust á milli þjóðar og þings.
 
Samfylkingin mun verða leiðandi afl í þeirri vinnu sem framundan er við að byggja upp og treysta að nýju undirstöður atvinnulífs, efnhagsmála og heimilanna í landinu og endurheimta orðspor landsins í samfélagi þjóðanna.
 
Fjölbreytt störf og forysta á sviði sveitarstjórnarmála í áratugi er bæði  mikilvæg og dýrmæt reynsla sem ég tel að muni nýtast vel við þau störf sem nýtt Alþingi þarf að takast á við.
 
Ég er reiðbúinn að leggja mitt að mörkum í þeim efnum og hef því ákveðið að gefa kost á mér til að leiða framboðslista Samfylkingarinnar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert