Ásta stefnir á 4. sætið

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Helgi Hjörvar, alþingismaður, Mörður Árnason, varaþingmaður flokksins, og Skúli Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, sækjast einnig eftir því sæti.

Í tilkynningu segir Ásta Ragnheiður, að aldrei sé mikilvægara en nú að standa vörð um þá sem standa höllum fæti, berjast gegn félagslegum afleiðingum efnahagsþrenginganna á heimilin, fjölskyldurnar og ekki síst börnin.  Velferðarmál hafi ávallt verið hennar hjartans mál og það endurspeglist í störfum hennar á Alþingi, þar sem hún hefur setið  14 ár.

Hún segir að krafa um endurnýjun í íslenskum stjórnmálum sé skiljanleg en  ekki sé síður mikilvægt að reynsla og þekking sé til staðar þar sem mikilvægar ákvarðanir séu teknar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert