Ásta stefnir á 4. sætið

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir.

Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra, sæk­ist eft­ir 4. sæti í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík. Helgi Hjörv­ar, alþing­ismaður, Mörður Árna­son, varaþingmaður flokks­ins, og Skúli Helga­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sækj­ast einnig eft­ir því sæti.

Í til­kynn­ingu seg­ir Ásta Ragn­heiður, að aldrei sé mik­il­væg­ara en nú að standa vörð um þá sem standa höll­um fæti, berj­ast gegn fé­lags­leg­um af­leiðing­um efna­hagsþreng­ing­anna á heim­il­in, fjöl­skyld­urn­ar og ekki síst börn­in.  Vel­ferðar­mál hafi ávallt verið henn­ar hjart­ans mál og það end­ur­spegl­ist í störf­um henn­ar á Alþingi, þar sem hún hef­ur setið  14 ár.

Hún seg­ir að krafa um end­ur­nýj­un í ís­lensk­um stjórn­mál­um sé skilj­an­leg en  ekki sé síður mik­il­vægt að reynsla og þekk­ing sé til staðar þar sem mik­il­væg­ar ákv­arðanir séu tekn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert