Ekki hægt að hefja utankjörstaðaatkvæðagreiðslu

mbl.is/Eyþór

Ekkert varð af auglýstri utankjörfundarkosningu hjá sýslumanninum í Reykjavík sem átti að hefjast í dag. Ástæðan er sú, að forseti Íslands hefur enn ekki staðfest að kosið verði til Alþingis 25. apríl þar sem formlega er ekki búið að ákveða kjördaginn.

Fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins, að utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninganna átti að hefjast við embætti sýslumannsins í Reykjavík í dag. En þeir sem komu þangað komu að læstum dyrum.

RÚV sagði, að röfin muni vera í forsætisráðuneytinu en þaðan þurfi að fara skjal til Bessastaða svo forseti Íslands geti staðfest kjördaginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka