Ekki hægt að hefja utankjörstaðaatkvæðagreiðslu

mbl.is/Eyþór

Ekk­ert varð af aug­lýstri utan­kjör­fund­ar­kosn­ingu hjá sýslu­mann­in­um í Reykja­vík sem átti að hefjast í dag. Ástæðan er sú, að for­seti Íslands hef­ur enn ekki staðfest að kosið verði til Alþing­is 25. apríl þar sem form­lega er ekki búið að ákveða kjör­dag­inn.

Fram kom í frétt­um Rík­is­út­varps­ins, að utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðsla vegna alþing­is­kosn­ing­anna átti að hefjast við embætti sýslu­manns­ins í Reykja­vík í dag. En þeir sem komu þangað komu að læst­um dyr­um.

RÚV sagði, að röf­in muni vera í for­sæt­is­ráðuneyt­inu en þaðan þurfi að fara skjal til Bessastaða svo for­seti Íslands geti staðfest kjör­dag­inn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert