103 taka þátt í forvali

Vinstri grænir
Vinstri grænir

Vinstri græn standa fyr­ir for­völ­um í öll­um kjör­dæm­um fyr­ir Alþing­is­kosn­ing­arn­ar 2009. Í frétt frá VG kem­ur fram að alls hafi 103 fé­lag­ar gefið kost á sér og ljóst að aldrei hafi verið jafn mik­ill áhugi á að starfa með flokkn­um og nú.

Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um verður sam­eig­in­legt for­val og hafa 32 fé­lag­ar gefið kost á sér þar. Í Suðvest­ur­kjör­dæmi eru 15 í fram­boði, 13 í Suður­kjör­dæmi. Í Norðaust­ur­kjör­dæmi er 21 fé­lagi í fram­boði og í Norðvest­ur­kjör­dæmi eru fram­bjóðend­urn­ir 22. Upp­lýs­ing­ar um nöfn fram­bjóðenda og til­hög­un kosn­inga má nálg­ast á kosn­inga­vef Vinstri grænna.

Í Reykja­vík verður for­valið haldið 7. mars næst­kom­andi í Suður­götu 3 kl. 10-22. Fé­lag­ar sem eru bú­sett­ir er­lend­is eiga kost á að kjósa póst­kosn­ingu. Kosn­inga­rétt hafa all­ir fé­lag­ar í Vinstri græn­um í Reykja­vík sem skráðir eru í fé­lagið fyr­ir kjör­dag, en kjör­skrá verður lokað á miðnætti 6. mars. Utan­kjör­fund­ur verður hald­inn 5. og 6. mars kl. 16-21 í Suður­götu 3.

Í Suðvest­ur­kjör­dæmi (Krag­an­um) verður for­valið haldið 14. mars næst­kom­andi að Hamra­borg 1-3 í Kópa­vogi, Strand­götu 11 í Hafnar­f­irði og Hlé­garði í Mos­fells­bæ kl. 10:00 – 22:00. Utan­kjör­fund­ar­at­kvæðagreiðsla fer fram kl. 16.00 – 21.00 að Hamra­borg 1-3 í Kópa­vogi þann 12. og 13. mars 2009. Kosn­inga­rétt hafa all­ir fé­lag­ar í Vinstri græn­um í Suðvest­ur­kjör­dæmi sem skráðir eru í fé­lagið fyr­ir kjör­dag.

Kosið verður póst­kosn­ingu í Suður­kjör­dæmi og skulu at­kvæðaseðlar hafa verið póstlagðir eigi seinna en mánu­dag­inn 2. mars. Kjör­skrá hef­ur verið lokað og at­kvæðaseðlar ásamt leiðbein­ing­um send­ir út.

Í Norðaust­ur­kjör­dæmi er kjör­fund­ur í dag 28. fe­brú­ar 2009 að Geislagötu 7 á Ak­ur­eyri, og að Kaup­vangi 5 á Eg­ils­stöðum kl. 10:00 – 22:00. Á hverj­um kjörstað er heim­ilt að kjósa utan kjör­fund­ar og geta fé­lags­menn VGNA því valið sér hvern þess­ara kjörstaða sem er hvar sem þeir búa í kjör­dæm­inu.

Kosið verður póst­kosn­ingu í Norðvest­ur­kjör­dæmi og skulu at­kvæðaseðlar hafa verið póstlagðir eigi seinna en 10. mars. Kjör­skrá hef­ur verið lokað og at­kvæðaseðlar ásamt kynn­ingu á fram­bjóðend­um verður send út fljót­lega til fé­laga.

Kosn­inga­vef­ur Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka