103 taka þátt í forvali

Vinstri grænir
Vinstri grænir

Vinstri græn standa fyrir forvölum í öllum kjördæmum fyrir Alþingiskosningarnar 2009. Í frétt frá VG kemur fram að alls hafi 103 félagar gefið kost á sér og ljóst að aldrei hafi verið jafn mikill áhugi á að starfa með flokknum og nú.

Í Reykjavíkurkjördæmunum verður sameiginlegt forval og hafa 32 félagar gefið kost á sér þar. Í Suðvesturkjördæmi eru 15 í framboði, 13 í Suðurkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi er 21 félagi í framboði og í Norðvesturkjördæmi eru frambjóðendurnir 22. Upplýsingar um nöfn frambjóðenda og tilhögun kosninga má nálgast á kosningavef Vinstri grænna.

Í Reykjavík verður forvalið haldið 7. mars næstkomandi í Suðurgötu 3 kl. 10-22. Félagar sem eru búsettir erlendis eiga kost á að kjósa póstkosningu. Kosningarétt hafa allir félagar í Vinstri grænum í Reykjavík sem skráðir eru í félagið fyrir kjördag, en kjörskrá verður lokað á miðnætti 6. mars. Utankjörfundur verður haldinn 5. og 6. mars kl. 16-21 í Suðurgötu 3.

Í Suðvesturkjördæmi (Kraganum) verður forvalið haldið 14. mars næstkomandi að Hamraborg 1-3 í Kópavogi, Strandgötu 11 í Hafnarfirði og Hlégarði í Mosfellsbæ kl. 10:00 – 22:00. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram kl. 16.00 – 21.00 að Hamraborg 1-3 í Kópavogi þann 12. og 13. mars 2009. Kosningarétt hafa allir félagar í Vinstri grænum í Suðvesturkjördæmi sem skráðir eru í félagið fyrir kjördag.

Kosið verður póstkosningu í Suðurkjördæmi og skulu atkvæðaseðlar hafa verið póstlagðir eigi seinna en mánudaginn 2. mars. Kjörskrá hefur verið lokað og atkvæðaseðlar ásamt leiðbeiningum sendir út.

Í Norðausturkjördæmi er kjörfundur í dag 28. febrúar 2009 að Geislagötu 7 á Akureyri, og að Kaupvangi 5 á Egilsstöðum kl. 10:00 – 22:00. Á hverjum kjörstað er heimilt að kjósa utan kjörfundar og geta félagsmenn VGNA því valið sér hvern þessara kjörstaða sem er hvar sem þeir búa í kjördæminu.

Kosið verður póstkosningu í Norðvesturkjördæmi og skulu atkvæðaseðlar hafa verið póstlagðir eigi seinna en 10. mars. Kjörskrá hefur verið lokað og atkvæðaseðlar ásamt kynningu á frambjóðendum verður send út fljótlega til félaga.

Kosningavefur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert