Ingibjörg býður sig fram - Jóhanna forsætisráðherraefni

Ingibjörg Sólrún og Jóhanna á blaðamannafundi í morgun.
Ingibjörg Sólrún og Jóhanna á blaðamannafundi í morgun. mbl.is/Ómar

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ætl­ar að bjóða sig fram í alþing­is­kosn­ing­un­um í apríl og sækj­ast eft­ir áfram­hald­andi for­mennsku í flokkn­um. Hún seg­ist hins veg­ar leggja til að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir verði for­sæt­is­ráðherra­efni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og leiði flokk­inn í kosn­ing­un­um.

„Ég tel að við Jó­hanna sam­an höf­um til að bera þá reynslu, þekk­ingu  og þann kraft, sem þarf við nú­ver­andi aðstæður," sagði Ingi­björg Sól­rún á blaðamanna­fundi sem þær Jó­hanna héldu í dag til að kynna þess­ar ákv­arðanir þeirra. Jó­hanna bætti við að hún teldi að þær Ingi­björg Sól­rún geti sam­an ásamt sterki sveit Sam­fylk­ing­ar­fólks gert það sem þurfi til að jafnaðar­menn verði áfram í stjórn að lokn­um kosn­ing­um.

Jó­hanna mun bjóða sig fram í fyrsta sæti próf­kjöri Sam­fylk­ingairnn­ar í Reykja­vík og Ingi­björg Sól­rún í 2. sætið. Það þýðir að þær leiða fram­boðslista flokks­ins í sitt hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu. Aðspurð sagði Ingi­björg Sól­rún, að hún gerði ráð fyr­ir að Össur Skarp­héðins­son muni bjóða sig fram í þriðja sætið. „Við þrjú höf­um unnið mjög vel sam­an," sagði Ingi­björg Sól­rún.

Hún sagðist und­an­farna fimm mánuði hafa bar­ist við al­var­leg veik­indi sem hefðu kippt sér út úr dag­leg­um veru­leika. Því væri tíma­setn­ing á próf­kjöri og kosn­ing­um ekki sú heppi­leg­asta fyr­ir hana. „Ég hug­leiddi al­var­lega að draga mig al­veg í hlé og hætta í póli­tík. En mér fannst að í því fæl­ist upp­gjöf gagn­vart þess­um veik­ind­um mín­um og ákvað því að berj­ast við þau," sagði Ingi­björg Sól­rún og bætti við að hún væri þess full­viss að hún nái fullri heilsu.

Jó­hanna sagði, að þetta væri ögr­andi verk­efni  sem hún vildi ekki skor­ast und­an. Ekki hefði ekki verið sjálf­gefið að hún færi fram í kosn­ing­um eða tæki að sér það stóra verk­efni sem Ingi­björg Sól­rún væri að fela sér. „En við þess­ar aðstæður í þjóðfé­lag­inu get­ur eng­inn skor­ast und­an, ef hann tel­ur sig geta lagt þjóðinni lið í þeirri bar­áttu, sem framund­an er," sagði Jó­hanna.

Hún sagðist telja það affara­sæl­ast fyr­ir Sam­fylk­ing­una að Ingi­björg Sól­rún leiði flokk­inn áfram. Sagði Jó­hanna, að á þeim langa tíma sem hún hefði verið í stjórn­mál­um hefði hún unnið með mörg­um flokks­for­mönn­um en líkað best að starfa með Ingi­björgu og styddi hana ein­dregið.

„Mér fannst Ingi­björg Sól­rún sýna ótrú­leg­an kraft í miðjum sín­um veik­ind­um í janú­ar þegar hún snéri í raun þró­un­inni í stjórn­mál­un­um við með þeirri af­stöðu sem hún tók. Þá varð til ný rík­is­stjórn sem lagði fram sem þurfti til að snúa skip­inu við og sigla í rétta átt."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert