Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- og utanríkisráðherra, býður sig fram í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík vegna
alþingiskosninganna 2009.
Hann hefur lýst yfir stuðningi við Jóhönnu Sigurðardóttur í 1. sæti og sem forsætisráðherraefni flokksins í kosningunum og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í 2. sætið og sem formann Samfylkingarinnar á landsfundi í vor. Helstu baráttumál Össurar á þessu kosningavori er endurnýjun atvinnulífsins og aðgerðir til þess að sporna gegn atvinnuleysi.