Baðst afsökunar á mistökum

Ásta Möller, alþingismaður
Ásta Möller, alþingismaður mbl.is

Ásta Möller, þingkona Sjálfstæðisflokksins, baðst í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins afsökunar á því að hafa ekki staðið sig betur sem kjörinn fulltrúi, þegar bankakerfið stækkaði ört og að lokum hrundi. Ásta sagði gagnrýni á flokkinn eiga rétt á sér.

Í drögum að skýrslu undirnefndar endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, sem birt var á vef flokksins í gær, kemur fram hörð gagnrýni á verk Sjálfstæðisflokksins allt frá árinu 1991. Geir H. Haarde, formaður flokksins, sagði í viðtali við Ríkissjónvarpið að málfrelsi ríkti í flokknum og hann skipti sér ekki af því sem flokksmenn segðu, undir nafni í ræðu og riti. Það væri þeirra að bera ábyrgð á því. Í því ljósi væru drög undirnefndarinnar ekki í nafni flokksins.

Auk þess væri endurreisnarnefndinni ætlað að horfa fram á við, og fara yfir möguleika framtíðarinnar en ekki atburði fortíðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert