Segir lýðræðið fótum troðið

Bernharð Arnarson, bóndi að Auðbrekku í Hörgárdal, hefur dregið framboð sitt á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi til baka. Bernharð bauð sig fram í 5. til 8. sæti.

Bernharð Arnarson sendi frá sér yfirlýsingu undir yfirskriftinni, lýðræðið fótum troðið í Norðausturkjördæmi.

Bernharð segist draga framboð sitt til baka vegna ólíðandi framgöngu stjórnar Kjördæmasambands Norðausturkjördæmis sem studd sé af landsstjórn flokksins. Ákvarðanir þær sem stjórnirnar hafi tekið undangengna daga séu í slíkri andstæðu við öll réttlætis- og jafnræðissjónarmið að annað eins sé fáséð og alls ekki í anda eða samkvæmt gildum Framsóknarflokksins. Þá hafi stjórn kjördæmasambandsins með ákvörðunum sínum sýnt fram á algjört vanhæfi sitt við undirbúning alþingiskosninga og verður því að draga í efa öll störf þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert