Vill rjúfa þing 12. mars

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vill að þing verði rofið 12. mars í samræmi við ákvörðun um að kosningar verði haldnar 25. apríl. Stjórnarflokkarnir sammælist um, að fram að þeim degi verði tíminn nýttur til að gera ráðstafanir svo efnahagslíf þjóðarinnar verði ekki rjúkandi rúst þegar nýtt þing tekur til starfa.

Þetta kemur fram á bloggsíðu Sigmundar Davíðs. Hann segir, að nú þurfi ríkisstjórnin, að fara að taka sér tak og skila því sem henni var ætlað og hún var mynduð um. Geri hún það ekki sé hún ekki bara að bregðast almenningi heldur hætti hún á að fyrir kosningar gleymist sú hætta sem stafi af efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokksins.
 
„Hver af skilyrðunum fyrir tilvist sinni hefur ríkisstjórnin uppfyllt? Hún hefur dregið lappirnar í stjórnlagaþingsmálinu, hún hefur ekki komið með lausnir til að bregðast við vanda heimilana og atvinnulífs og nú hefur komið í ljós að kjördagurinn hefur ekki einu sinni verið kynntur formlega," segir Sigmundur Davíð.

Framsóknarflokkurinn hefur lýst því yfir að hann muni verja stjórn Samfylkingarinnar og VG vantrausti á Alþingi.

Bloggsíða Sigmundar Davíðs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka