„Hvað er faglegt við þetta?"

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson. mbl.is/Golli

„Pólitískur flokksforingi hitti útlendan pólitískan foringja á flokksfundi og bað hann vinsamlegast að útvega Íslendingum seðlabankastjóra. Útlendi stjórnmálaforinginn litaðist um í höfuðborg heimalandsins og fann fyrrverandi aðstoðarráðherra og náinn trúnaðarmann í forystu norska Jafnaðarmannaflokksins. Svo voru þessi pólitísku skilaboð send til Íslands. Bingó. Norðmaðurinn er settur seðlabankastjóri í Reykjavík. Hvað er ,,faglegt" við þetta?" spyr Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Framsóknarflokksins í pistli á vefsvæðinu pressunni.is.

Jón spyr áfram hvað geti nokkru sinni ,,réttlætt" eða ,,útskýrt" þá ráðstöfun að hrekja íslensku peningamálasérfræðingana Eirík Guðnason og Ingimund Friðriksson úr störfum? „Er það virkilega allur munurinn að Norðmaðurinn er krati en Davíð Oddsson hægrisinnaður?"

Jón segir einnig, að allt uppnámið við Seðlabankann að undanförnu sé mistök og vandræði. „Heiðarleiki, einurð og góður vilji Jóhönnu verða ekki dregin í efa hér, en margt bendir til að hún hafi ógóða ráðgjafa. Hún ætti að forðast þá sem hafa hvíslað í eyru henni að undanförnu."

Pistill Jóns Sigurðssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert