Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist á bloggsíðu sinni á Eyjunni þeirrar skoðunar að Samfylkingin eigi að ganga bundin til kosninga og gefa kjósendum þannig skýrt til kynna að að valdið standi um félagshyggjustjórn eftir kosningar.
Steinunn Valdís segir m.a. „Nú eru uppi sterkar raddir um að mikil vinstri sveifla verði í næstu kosningum. Þótt varlegt sé að telja upp úr kjörkössum áður en nokkuð er komið í ljós þá er ljóst að ástandið og afleiðingar þess hljóta að gefa sjónarmiðum félagshyggju byr undir báða vængi. Ég hef talsverða reynslu af samstarfi félagshyggjufólks í stjórnmálum. Fyrst í Röskvu, auðvitað, og síðar í Reykjavíkurlistanum og sú reynsla hefur verið góð. Mín skoðun er sú að Samfylkingin eigi að ganga bundin til kosninga og gefa kjósendum þannig skýrt til kynna að valið standi um félagshyggjustjórn eftir kosningar. Það er einfaldlega komínn tími til að gefa XD frí eftir skipbrot efnahagsstefnu þeirra eftir allt of mörg ár við stjórnvölinn. “