Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gefur kost á sér í 1.-2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Þorgerður Katrín er fyrsti þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hún fæddist í Reykjavík árið 1965. Hún er lögfræðingur að mennt og starfaði um skeið sem slíkur og síðar sem yfirmaður Rásar 2.
Þorgerður Katrín var fyrst kjörin á þing vorið 1999 og hefur verið fyrsti þingmaður Suðvesturkjördæmis frá árinu 2007. Hún gegndi embætti menntamálaráðherra frá því í ársbyrjun 2004 til febrúar ársins 2009 og hefur verið varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá 2005.
Hún býr í Hafnarfirði ásamt eiginmanni sínum, Kristjáni Arasyni, og þremur börnum þeirra. Heimasíða hennar er www.thorgerdur.is.