Talsvert verður um að vera í stjórnmálum um helgina því að prófkjör og forval verða hjá Samfylkingu, Vinstrigrænum og Framsókn á nokkrum stöðum.
Auk þess sem aukakjördæmisþing verður hjá Framsókn í Reykjavík þar sem lögð verður fram tillaga forvalsnefndar að vali á framboðslista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður vegna alþingiskosninganna. Fundurinn hefst kl. 10 í aðalsal Hótel Hilton Reykjavík Nordica á morgun, laugardag.
Þá halda framsóknarmenn í Suðvesturkjördæmi prófkjöri verður haldið á morgun, laugardag frá kl. 9-18 í félagsheimili framsóknarmanna við Digranesveg í Kópavogi.
Forval VG í Reykjavík fer einnig fram á morgun, laugardag, í húsnæði VG í Reykjavík, Suðurgötu 3, og stendur frá 10-22.
Á laugardag lýkur einnig netkosning Samfylkingar í Suðurkjördæmi, og hefst í Norðvesturkjördæmi og stendur til kl. 16 á sunnudag, svo og lýkur opnu prófkjöri Samfylkingar í Norðaustur-kjördæmi.
Á sunnudag, 8. mars, halda framsóknarmenn í Suðurkjördæmi aukakjördæmisþing sitt þar sem framboðslisti Framsóknar í heild lagður fyrir þingið á Hótel Selfossi að aflokinni póstkosningu og hefst þingið kl. 13:00.
Á sunnudag lýkur einnig póstkosningu Frjálslyndra í Norðvesturkjördæmi og eins lýkur netkosning Samfylkingar í sama kjördæmi.