Fylgi Samfylkingar eykst og mælist 30,5% samkvæmt könnun, sem MMR hefur gert á fylgi stjórnmálaflokkanna. Fylgi Sjálfstæðsflokks mælist 29,3% og fylgi VG 22,7%. Rétt yfir helmingur svarenda segist styðja ríkistjórnina.
Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist mikið frá könnun, sem MMR gerði í febrúar en þá mældist það 24,1%. Fylgi Framsóknarflokksins dalar nokkuð og fer úr 14,9% í febrúar í 10% nú. Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Vinstri græna breytist lítið. Fylgi Frjálslynda flokksins mælist 2,2%.
Þeim fækkar, sem segjast myndu kjósa aðra stjórnmálaflokka en buðu fram síðast og eru nú 5,3%. 51,3% sögðust styðja ríkisstjórnina sem er tæpum 5 prósentum minna en í febrúar.
Könnunin var gerð dagana 3.-5. mars og var heildarfjöldi svarenda 891 einstaklingur.