Vilja fiskinn heim

Sextíu þúsund tonn eru flutt út árlega af óunnum fiski en hægt væri að skapa um tólfhundruð störf ef fiskurinn væri unnin hérlendis. Viðræður standa yfir við sjávarútveginn  um að hægt verði að vinna um fjórðung þessa afla á Íslandi.

Langflest störfin eru í byggingaiðnaði en annað er afar fjölbreytt.  Stýrihópur ríkisstjórnarinnar sem Össur Skarphéðinsson veitir forstöðu leitaði í alls kyns sjóðum á vegum ráðuneyta og annarra til að skapa fjölbreytt atvinnutækifæri, en bæði Atvinnuleysistryggingasjóður og Íbúðalánasjóður koma ríflega að.

Ekki var hægt að fá uppgefið hvað það kostaði að búa til störfin en ljóst er að sumstaðar leggur ríkissjóður eitthvað af mörkum svo sem með ívilnunum til stórframkvæmda, en annars er oft um að ræða að framkvæmdum verður flýtt, þar má nefna störf við snjóflóðavarnir og göngustíga.

Össur Skarphéðinsson segir að sumt nálgist það að vera atvinnubótavinna. Atvinnuleysistryggingasjóður tæmist í árslok ef atvinnuleysi verður um tíu prósent. Jóhanna Sigurðardóttir segir að ríkisvaldið verði þá að grípa inn í og leggja sjóðnum til fé.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka