Atli leiðir VG í suðurkjördæmi

Atli Gíslason í ræðustól á Alþingi.
Atli Gíslason í ræðustól á Alþingi. Árni Sæberg

Atli Gíslason, alþingismaður Vinstri-grænna, mun leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar, en Arndís Soffía Sigurðardóttir ferðaþjónustubóndi verður í 2. sæti listans. Þannig urðu úrslitin í forvali Vinstri-grænna á Suðurlandi í dag.

1 . Atli Gíslason, alþingismaður með 269 atkvæði í 1. sæti.
2. Arndís Soffía Sigurðardóttir, ferðaþjónustubóndi, með 145 atkvæði í 1.-2. sæti.
3. Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri með 126 atkvæði í 1.-3. sæti og færist upp um eitt sæti vegna kynjakvóta.
4. Jórunn Einarsdóttir, kennari með 135 atkvæði í 1.-3. sæti og færist niður um eitt sæti vegna kynjakvóta.
5. Þórbergur Torfason veiðieftirlitsmaður með 83 atkvæði í 1.-5. sæti.

Vegna kynjaskiptingar færðust Bergur og Þórbergur upp um eitt sæti hvor. Endanleg ákvörðun um röðun á listanum verður tekin á fundi kjördæmisráðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert