Björgvin G. efstur í prófkjöri

Björgvin G. Sigurðsson, þegar hann tilkynnti afsögn sína úr embætti …
Björgvin G. Sigurðsson, þegar hann tilkynnti afsögn sína úr embætti viðskiptaráðherra fyrr á þessu ári. Mbl.is/Golli

Björg­vin G. Sig­urðsson, þingmaður og fyrr­ver­andi viðskiptaráðherra, varð efst­ur í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suður­kjör­dæmi í dag. Í öðru sæti varð Odd­ný Guðbjörg Harðardótt­ir og Ró­bert Mars­hall í þriðja sæt­inu. Alls kusu 2389 í próf­kjör­inu, sem fram­kvæmt var á net­inu.

Röð sex efstu manna varð sú sem hér fer á eft­ir, en kosn­ing­in var ein­göngu bind­andi fyr­ir fimm efstu sæt­in. End­an­leg ákvörðun um röð fram­bjóðenda í sjötta sæti og niður úr verður tek­in á fundi kjör­dæm­is­ráðs ekki síðar en helg­ina 21.-22. mars næst­kom­andi, að sögn Ey­steins Eyj­ólfs­son­ar, sem sá um fram­kvæmd próf­kjörs­ins.

1. Björg­vin G. Sig­urðsson með 1.114 at­kvæði eða 46,6%í 1. sætið

2. Odd­ný Guðbjörg Harðardótt­ir með 927 at­kvæði eða 38,8% í 1.-2. sætið.

3. Ró­bert Mars­hall með 1.096 at­kvæði eða 45,9% í 1.-3. sætið.

4. Anna Mar­grét Guðjóns­dótt­ir með 960 at­kvæði eða 40,2% í 1.-4. sæti.

5. Guðrún Erl­ings­dótt­ir með 979 at­kvæði eða 41% í 1.-5. sæti.

6. Þóra Þór­ar­ins­dótt­ir með 973 at­kvæði eða 40,7% í 1.-5 sæti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert