Björgvin G. efstur í prófkjöri

Björgvin G. Sigurðsson, þegar hann tilkynnti afsögn sína úr embætti …
Björgvin G. Sigurðsson, þegar hann tilkynnti afsögn sína úr embætti viðskiptaráðherra fyrr á þessu ári. Mbl.is/Golli

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður og fyrrverandi viðskiptaráðherra, varð efstur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í dag. Í öðru sæti varð Oddný Guðbjörg Harðardóttir og Róbert Marshall í þriðja sætinu. Alls kusu 2389 í prófkjörinu, sem framkvæmt var á netinu.

Röð sex efstu manna varð sú sem hér fer á eftir, en kosningin var eingöngu bindandi fyrir fimm efstu sætin. Endanleg ákvörðun um röð frambjóðenda í sjötta sæti og niður úr verður tekin á fundi kjördæmisráðs ekki síðar en helgina 21.-22. mars næstkomandi, að sögn Eysteins Eyjólfssonar, sem sá um framkvæmd prófkjörsins.

1. Björgvin G. Sigurðsson með 1.114 atkvæði eða 46,6%í 1. sætið

2. Oddný Guðbjörg Harðardóttir með 927 atkvæði eða 38,8% í 1.-2. sætið.

3. Róbert Marshall með 1.096 atkvæði eða 45,9% í 1.-3. sætið.

4. Anna Margrét Guðjónsdóttir með 960 atkvæði eða 40,2% í 1.-4. sæti.

5. Guðrún Erlingsdóttir með 979 atkvæði eða 41% í 1.-5. sæti.

6. Þóra Þórarinsdóttir með 973 atkvæði eða 40,7% í 1.-5 sæti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert