Næsta skref að flytja norður

Sigmundur Ernir Rúnarsson og Elín Sveinsdóttir
Sigmundur Ernir Rúnarsson og Elín Sveinsdóttir mbl.is/Ómar

„Ég átti alls ekki von á því að mér tækist þetta í fyrstu atrennu, ég er náttúrulega bara nýskriðinn úr hinu pólitíska eggi og mér hefði ekki þótt óeðlilegt þótt ég hefði þurft að taka tvær eða þrjár atrennur að þessu,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjölmiðlamaður, sem hreppti annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi með 917 atkvæði og því líklegt að hann setjist í fyrsta skipti í þingsæti eftir kosningar í apríl.

„Ég er afskaplega þakklátur og spenntur, ég er búin að vera í bráðum 30 ár í löngum og ströngum stjórnmálaskóla sem er fréttamenskan, og nú er að svara öllum spurningunum sem ég hef spurt fram að þessu,“ segir Sigmundur. „Þetta er búið að vera feikileg upplifun fyrir mig og mína konu sem hefur flengst með mér um allt kjördæmið síðustu vikur.“

þetta er listi sem höfðar sterkt til alls kjördæmisins og er nokkurn veginn í samræmi við þann fólksfjölda sem er á hverjum stað, þarna erum við tveir Akureyringar, ég og Logi Már Einarsson í fyrstu fjórum sætunum og svo er það Tröllaskaginn og Héraðið sem eru með sína fulltrúa í efstu sætum og nú er bara takmarkið að ná þriðja manninum inn alveg örugglega og horfa til þess fjórða.“

Aðspurður hvernig leggist í hann að hefja samvinnu við Kristján L. Möller, sigurvegara prófkjörsins segist Sigmundur alltaf hafa gaman af því að vinna með nýju fólki og hann hlakki til að læra af svo sigldum stjórnmálamanni.

„En fyrst og síðast þá hlakka ég náttúrulega til að beita mér í kjördæminu, mig langar til að vera eins mikið í kjördæminu eins og ég mögulega get, ég held að það sé það sem Alþingi vantar, það er samband við þjóðina. Nú er næsta skref að finna sér íbúð hérna á Akureyri því nú er að flytja norður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert