Siv efst í SV-kjördæmi

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður, hafnaði í efsta sæti prófkjörs Framsóknarflokksins í Suðvestur-kjördæmi. Konur höfnuðu í fimm efstu sætum prófkjörsins en vegna kynjakvóta þurfa tvær þeirra að víkja fyrir körlum. Helga Sigrún Harðardóttir hafnaði í öðru sæti prófkjörsins. Alls voru 1.020 atkvæði gild í prófkjörinu en það er bindandi fyrir fimm efstu sætin.

1. Siv Friðleifsdóttir  498 atkvæði

1.-2. sæti Helga Sigrún Harðardóttir 433 atkvæði

1.-3. sæti Una María Óskarsdóttir 494 atkvæði

1.-4. sæti Bryndís Bjarnarson 439 atkvæði

1.-5. sæti Svala Rún Sigurðardóttir  510 atkvæði

Að sögn Einars Sveinbjörnssonar, formanns kjörstjórnar, gilti kynjakvóti í prófkjörinu. Það er að það verður að vera amk ein kona og einn karl í fyrstu þremur sætum listans og amk tvær konur og tveir karlar í fimm efstu sætunum. Þetta þýðir að Bryndís og Svala Rún fara af listanum og  Gestur Valgarðsson skipar þriðja sæti listans  með 332 atkvæði í 1.-3. sæti. Styrmir Þorgilsson verður í fimmta sæti listans með 414 atkvæði í 1.-5. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka