Siv efst í SV-kjördæmi

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Siv Friðleifs­dótt­ir, alþing­ismaður, hafnaði í efsta sæti próf­kjörs Fram­sókn­ar­flokks­ins í Suðvest­ur-kjör­dæmi. Kon­ur höfnuðu í fimm efstu sæt­um próf­kjörs­ins en vegna kynja­kvóta þurfa tvær þeirra að víkja fyr­ir körl­um. Helga Sigrún Harðardótt­ir hafnaði í öðru sæti próf­kjörs­ins. Alls voru 1.020 at­kvæði gild í próf­kjör­inu en það er bind­andi fyr­ir fimm efstu sæt­in.

1. Siv Friðleifs­dótt­ir  498 at­kvæði

1.-2. sæti Helga Sigrún Harðardótt­ir 433 at­kvæði

1.-3. sæti Una María Óskars­dótt­ir 494 at­kvæði

1.-4. sæti Bryn­dís Bjarn­ar­son 439 at­kvæði

1.-5. sæti Svala Rún Sig­urðardótt­ir  510 at­kvæði

Að sögn Ein­ars Svein­björns­son­ar, for­manns kjör­stjórn­ar, gilti kynja­kvóti í próf­kjör­inu. Það er að það verður að vera amk ein kona og einn karl í fyrstu þrem­ur sæt­um list­ans og amk tvær kon­ur og tveir karl­ar í fimm efstu sæt­un­um. Þetta þýðir að Bryn­dís og Svala Rún fara af list­an­um og  Gest­ur Val­g­arðsson skip­ar þriðja sæti list­ans  með 332 at­kvæði í 1.-3. sæti. Styrm­ir Þorgils­son verður í fimmta sæti list­ans með 414 at­kvæði í 1.-5. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert