Sóknarfæri í kjördæminu

Kristján L. Möller
Kristján L. Möller mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson

„Ég er mjög ánægður með tæp 50% at­kvæða í 1. sætið. Ég bauð mig fram í það sæti og það tókst. Ég er líka mjög ánægður með mikla þátt­töku í próf­kjör­inu,“ seg­ir Kristján L. Möller sam­gönguráðherra, sem skipa mun efsta sæti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi fyr­ir Alþing­is­kosn­ing­arn­ar í vor.

Kristján er með af­ger­andi for­ystu í 1. sætið og því virðist ekki vera frá­gangs­sök við þátt­tak­end­ur í próf­kjör­inu að hafa setið í rík­is­stjórn í októ­ber síðastliðnum, þegar ís­lenskt efna­hags­líf hrundi. „Neinei, það virðist ekki vera alla­vega hjá mér. Það var hart sótt og sex aðilar buðu sig fram í fyrsta sætið. En þetta hef­ur auðvitað verið erfiður tími og há­vær­ar kröf­ur um end­ur­nýj­un. Þess vegna er maður kannski enn ánægðari með þenn­an ár­ang­ur,“ seg­ir hann.

„Mér þykir þetta bara verið sig­ur­strang­legt og góður hóp­ur,“ seg­ir Kristján. Hann vill ekki tjá sig um úr­slit­in hvað varðar aðra fram­bjóðend­ur eða hvort hóp­ur­inn sé hans óska­út­koma, enda seg­ir hann ekki hlut­verk odd­vita að taka af­stöðu til annarra fram­bjóðenda með þeim hætti. „Mér líst á að vinna með öllu þessu fólki og ég tel að Sam­fylk­ing­in eigi sókn­ar­færi í þessu kjör­dæmi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert