Staðan enn óljós hjá Framsókn í Kraganum

Siv Friðleifsdóttir
Siv Friðleifsdóttir

Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður er í efsta sæti hjá Framsóknarflokknum í Suðvesturkjördæmi þegar 250 atkvæði af tæplega 1.100 hafa verið talin. Konur eru í fimm efstu sætunum en samkvæmt reglum prófkjörsins verða tilfæringar á sætaskipan ef þetta verða úrslitin í prófkjörinu þar sem reglur þess gera ráð fyrir því að að minnsta kosti einn af hvoru kyni skipi þrjú efstu sæti listans.

Eftir að 250 atkvæði hafa verið talin er skipan sæta eftirfarandi: 

1. Siv Friðleifsdóttir 116 atkvæði

1.-2. sæti Helga Sigrún Harðardóttir 119 atkvæði

3. sæti Svala Rún Sigurðardóttir 92 atkvæði

1.-4. sæti Una María Óskarsdóttir 119 atkvæði

1.-5. sæti Bryndís Bjarnarson 149 atkvæði

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert