Vill skattkerfið í mörgum þrepum

Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Steinunn Valdís Óskarsdóttir

Sam­fylk­ing­in ætti að beita sér fyr­ir því að tekið verði upp þrep­skipt skatt­kerfi á Íslandi. Þá skoðun viðraði Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem sæk­ist eft­ir end­ur­kjöri í kosn­ing­un­um í vor, á mál­fundi á Hót­el Borg á fimmtu­dag. Hún sagði Sam­fylk­ing­una einnig eiga að ganga bundna til kosn­inga að því leyt­inu til að mynda eigi fé­lags­hyggju­stjórn eft­ir kosn­ing­ar.

„Mín skoðun er sú, og ég tek fram að það er mín per­sónu­lega skoðun, að við sem flokk­ur eig­um að skoða af al­vöru all­ar hug­mynd­ir um þrep­skipt skatt­kerfi. En ekki í formi þess há­tekju­skatts sem við þekkj­um frá fyrri árum,“ sagði Stein­unn Val­dís á fund­in­um, sem hún boðaði sjálf til og fékk Stefán Ólafs­son pró­fess­or í fé­lags­fræði og Indriða H. Þor­láks­son ráðuneyt­is­stjóra til að ávarpa. „Tekju­viðmiðið var svo lágt að það bitnaði mjög á milli­tekju­hóp­um sam­fé­lags­ins,“ sagði hún og vísaði til fólks sem hefði unnið mikið og haft þokka­leg­ar tekj­ur á meðan það var að koma sér upp þaki yfir höfuðið.

Þá sagði Stein­unn Val­dís að efla þyrfti eft­ir­lits­stofn­an­ir sam­keppn­is- og fjár­mála, efla eft­ir­lits­hlut­verk Alþing­is, auk þess sem Alþingi þyrfti að slíta sig laust frá fram­kvæmda­vald­inu til þess að verða öfl­ugri og mik­ilsvirt­ari vett­vang­ur en það er í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert