Endurnýjun í takt við kall tímans

Ólína Þorvarðardóttir
Ólína Þorvarðardóttir

„Þarna verður mikil endurnýjun á listanum í anda þess sem er að gerast í öllum prófkjörunum núna“ segir Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur, sem hreppti annað sæti í prófkjöri Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi í dag og stefnir því væntanlega á þing eftir kosningar í mars. Karl V. Matthíasson þingmaður sem áður vermdi annað sætið féll hinsvegar niður í hið fimmta, en var færður upp í það fjórða vegna reglna um paralist.

„Það verður þarna endurnýjun í öðru og þriðja sæti sem er greinilega kall tímans um breyttar áherslur og nýtt fólk. Það gleður mig sérstaklega að sjá að þarna eru tvær konur með sannfærandi kosningu í annað og þriðja sætið, báðar frá Ísafirði sem gerir þær nú ekki verri.“

Ólína segist ekki getað verið annað en ánægð með sína kosningu, margir hafi keppst um annað sætið en atkvæðin hafi ekki dreifst jafnmikið og búist var við. „Þetta er sigurstranglegur listi og ég hef fulla trú á því að hann geti orðið til þess að fjölga þingmönnum Samfylkingarinnar í norðvesturþingdæmi um einn, við erum með tvo núna og ég er bjartsýn á að þriðja sætið geti náðst inn líka í ljósi þessara úrslita.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert