Ingibjörg Sólrún hættir í stjórnmálum

Ingibjörg tilkynnti afsögn sína á heimili sínu fyrir nokkrum mínútum
Ingibjörg tilkynnti afsögn sína á heimili sínu fyrir nokkrum mínútum

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, til­kynnti nú fyr­ir stundu að hún hygðist hætta störf­um í stjórn­mál­um. Ingi­björg boðaði fjöl­miðlamenn með stutt­um fyr­ir­vara að heim­ili sínu á Nes­vegi nú skömmu fyr­ir kl. 17 til að til­kynna af­sögn sína.

Fyr­ir aðeins viku til­kynnti Ingi­björg að hún hygðist bjóða sig fram í alþing­is­kosn­ing­um í apríl og sækj­ast eft­ir áfram­hald­andi for­mennsku í flokkn­um, en Jó­hanna Sig­urðardótt­ir yrði eft­ir sem áður for­sæt­is­ráðherra­efni flokks­ins og leiddi hann í kosn­ing­un­um. Hún seg­ist nú hafa kom­ist að þeirri niður­stöðu að heilsu sinn­ar vegna treysti hún sér ekki til að starfa áfram í stjórn­mál­um.

Að sögn Ingi­bjarg­ar gild­ir þessi ákvörðun henn­ar bæði um þing­mennsku og for­mennsku í Sam­fylk­ing­unni, frá og með lands­fundi flokks­ins sem hald­inn verður 27.-29. mars. „Með þess­ari ákvörðun horf­ist ég í augu við þá staðreynd að veik­indi mín gera mér því miður ekki kleift að taka af full­um krafti þátt í þeim verk­efn­um sem framund­an eru,“ seg­ir Ingi­björg.  Hún seg­ist ekki hafa séð jafn hraðan bata og hún hafði von­ast eft­ir frá því hún tók fyrst ákvörðun sína um að halda áfram störf­um, í millitíðinni hefði „tæmst út af tank­in­um en ekk­ert komið inn“ og því hafi þetta orðið niðurstaðan nú.

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir og Össur Skarp­héðins­son staðfestu bæði á fund­in­um að hvor­ugt þeirra hygðist sækj­ast eft­ir for­mann­sembætti flokks­ins í stað Ingi­bjarg­ar og ligg­ur því fyr­ir að nýr formaður Sam­fylk­ing­ar verður kos­inn á lands­fundi í lok mars.

Ingi­björg Sól­rún gegndi fyrst þing­mennsku fyr­ir Kvenna­list­ann árin 1991-1994 en sett­ist aft­ur á þing fyr­ir Sam­fylk­ingu árið 2005 og hef­ur verið formaður flokks­ins síðan.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert