Katrín og Svandís efstar

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir Kristinn Ingvarsson

Katrín Jakobsdóttir hafnaði í efsta sæti forvals Vinstri grænna í Reykjavík í dag. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi er í öðru sæti forvalsins og Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur því þriðja. Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra er í sjötta sæti listans.

Þær Svandís og Lilja koma nýjar inn á listann og hafna ofar á honum heldur en þingmennirnir Árni Þór, Álfheiður og Kolbrún. 

Þegar öll atkvæði fyrir utan þau atkvæði sem bárust utan kjörfundar hafa verið talin í Reykjavíkurkjördæmunum er atkvæðafjöldinn í þessari röð:

1.       Katrín Jakobsdóttir

2.       Svandís Svavarsdóttir

3.       Lilja Mósesdóttir

4.       Árni Þór Sigurðsson

5.       Álfheiður Ingadóttir

6.       Kolbrún Halldórsdóttir

7.       Ari Mattíasson

8.       Auður Lilja Erlingsdóttir

9.       Davíð Stefánsson

10.   Steinunn Þóra Árnadóttir

Í kosningunum árið 2007 þá var Katrín í fyrsta sæti hjá VG í Reykjavík norður og Árni Þór var í öðru sæti. Í Reykjavík suður var Kolbrún Halldórsdóttir í efsta sætinu og Álfheiður Ingadóttir í öðru sæti.
Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi VG.
Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi VG. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert