Katrín og Svandís efstar

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir Kristinn Ingvarsson

Katrín Jak­obs­dótt­ir hafnaði í efsta sæti for­vals Vinstri grænna í Reykja­vík í dag. Svandís Svavars­dótt­ir, borg­ar­full­trúi er í öðru sæti for­vals­ins og Lilja Móses­dótt­ir, hag­fræðing­ur því þriðja. Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra er í sjötta sæti list­ans.

Þær Svandís og Lilja koma nýj­ar inn á list­ann og hafna ofar á hon­um held­ur en þing­menn­irn­ir Árni Þór, Álf­heiður og Kol­brún. 

Þegar öll at­kvæði fyr­ir utan þau at­kvæði sem bár­ust utan kjör­fund­ar hafa verið tal­in í Reykja­vík­ur­kjör­dæmun­um er at­kvæðafjöld­inn í þess­ari röð:

1.       Katrín Jak­obs­dótt­ir

2.       Svandís Svavars­dótt­ir

3.       Lilja Móses­dótt­ir

4.       Árni Þór Sig­urðsson

5.       Álf­heiður Inga­dótt­ir

6.       Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir

7.       Ari Mattías­son

8.       Auður Lilja Erl­ings­dótt­ir

9.       Davíð Stef­áns­son

10.   Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir

Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi VG.
Svandís Svavars­dótt­ir borg­ar­full­trúi VG. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert